Aðalfundur 2020

Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar ​haldinn í Hvolsskóla 23.2.2020

1. Formaður Arnheiður  setti fundinn um kl:14:00 og bauð fundargesti velkomna.

2. Arna stakk upp á sér sem fundarstjóra og Óskari Magnússyni sem fundarritara og var það samþykkt.

3. Inga Birna ritari stjórnar las upp fundargerð síðasta aðalfundar. Arna spurði um ath.semdir við aðalfundargerð , sem voru ekki og fundargerð samþykkt.

4. Arna formaður Dímonar las upp skýrslu stjórnar.  Arna lagði fram skýrslu stjórnar, engar ath.semdir  komu og skýrsla samþykkt.

5. Arna lagði fram reikninga, Ásta Laufey er starfandi gjaldkeri en komst ekki á fundinn svo Arna las upp reikninga. 

6. Spurt var um kostnað vegna aðalfundar, svar að  kostnaður er v/ viðurkenningar og gjafa. Spurt um styrk til fimleikadeildar, við greiddum 5.000 kr á hvern iðkenda sem er að æfa á Hellu. Spurt um annað 500þ. ,  svar: póst kostn. kostnaður vegna taekwondoþjálfunar féll þarna undir þar sem þjálfunin var keypt sem þjónusta frá Umf. Selfoss, einnig er kostnaður v. heimasíðu þarna undir, badminton mót og fl. Spurt um styrktarsjóð, millifært á styrkjabók, virkjaður aftur styrktarsjóður sem var í minningu Ólafs Bjarnasonar, lagt inn á hann og verður framvegis millifært á þennan reikning 10% af lottótekjum.  Styrktarbeiðnir hafa verið teknar fyrir á stjórnarfundum.

Reikningar samþykktir.

7. Fjárhagsáætlun aðalstjórnar Dímonar árið 2020:

                                                                                                Tekjur                                                                        Gjöld

Lottótekjur                                                                           900.000

Félagsgjöld                                                                           350.000    

Samstarfssamningur við Rangárþing eystra                 4.200.000

Æfingagjöld                                                         2.800.000

Óinnheimtar kröfur æfingagj.                                              67.000

Endurgreitt lán frá gallakaupasjóði                                  400.000

Óinnheimtar kröfur félagsgj.                                             564.100

Skattur til HSK                                                                                                                                                           80.000

Greiðslur vegna sérsambanda                                                                                                                               400.000

Kostnaður vegna viðurk. á aðalfundi                                                                                                                      80.000

Mótakostnaður                                                                                                                                                           50.000

Akstur á mót                                                                                                                                                            100.000

Kostnaður vegna heimasíðu                                                                                                                                   50.000

Kostnaður vegna bókhaldsþjónustu                                                                                                                      180.000

Kostnaður vegna íþrótta utan deilda                                                                                                                     150.000

Laun og launatengd gjöld                                                                                                                                       7.000.000

Ýmis útgjöld                                                                                                                                                             300.000

Ráðstöfun í útbreiðslu barna og unglingast.                                                                                                         600.000

                                                                                            9.281.100                                                                       8.990.000

Fjárhagsáætlun samþykkt.

 

8. Árgjöld hafa verið 1500kr. á ári, ekki tillaga um breytingu, innheimt á 2. ára fresti. Samþykkt óbreytt.

 

9. Viðurkenningar veittar á aðalfundi Dímonar fyrir árið 2019

Blak:

Við tilnefnum Lucile Delfosse blakkonu Dímonar 2019
Lucile er 28 ára gömul,hefur æft og spilað með okkur í Dímon-Heklu í 3 ár. Hún er vaxandi spilari hjá okkur og hefur tekið miklum framförum.  Hún er fjölhæf og getur spilað miðju, kant, díó og libero.
Árið 2019 átti hún stóran þátt í því að B-liðið okkar varð í 2.sæti í 5.deild í Íslandsmóti og spilar því þetta keppnistímabil í 4.deild.  A-liðið okkar varð HSK meistari með henni í vor.  Og í haust spilaði hún með A-liðinu í Íslandsmóti sem er eftir 1.umferð í 1.sæti í 3.deild.  Auk þessa tók hún þátt í ýmsum hraðmótum á árinu.

Glíma:

Viðurkenningu í glímu í flokki  12 – 13 ára drengja  hlýtur Valur Ágústsson                                                                                                                                                  

Valur  tók þátt i Grunnskólamóti HSK og Fjórðungsglímu Suðurlands. Valur mætir á allar glímuæfingar og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju   Valur.

Viðurkenningu í glímu í flokki  12 – 13 ára stúlkna  hlýtur Hildur Vala Smáradóttir                          

Hildur tók þátt i Grunnskólamóti HSK, Héraðsmóti HSK  og  Fjórðungsglímu Suðurlands.  Hildur Vala er dugleg að mæta á  glímuæfingar og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Hildur Vala.

Viðurkenningarí glímu í flokki  13 – 14 ára stúlkna  eru tvær að þessu sinni þær: Emilía Rós Eyvindsdóttir og Guðrún Margrét Sveinsdóttir.

Emilía Rós tók þátt i Grunnskólamóti HSK,  Héraðsmóti HSK og  Fjórðungsglímu Suðurlands.  Emilía Rós er dugleg og metnaðarfull glímukona. Hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar.  Til hamingju  Emilía Rós

Guðrún Margrét tók þátt i Grunnskólamóti HSK,  Héraðsmóti HSK og Fjórðungsglímu Suðurlands.  Guðrún er dugleg og metnaðarfull glímukona.  Hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Guðrún Margrét

Viðurkenning í glímu í flokki  13 – 14 ára drengja fær Tómas Már Rossel Indriðason.

Tómas tók þátt i Grunnskólamóti HSK og Héraðsmóti HSK.  Tómas mætir á allar glímuæfingar og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Tómas.

Viðurkenningarí glímu í flokki  14 -  15 ára  stúlkna eru þær María Sif Rossel Indriðadóttir og  

Jade Jóhanna McDevitt  

María Sif tók þátt i  Grunnskólamóti HSK,  Héraðsmóti HSK.  Hún er  öflug í glímu og er í stöðugri framför.   Hún keppti einnig  í fullorðinsflokki í Skjaldarglímu Bergþóru og lenti þar í 3. Sæti. Til hamingju  María

Jade Jóhanna McDevitt  tók þátt i  Grunnskólamóti HSK og Héraðsmóti HSK. Hún keppti einnig  í fullorðinsflokki í Skjaldarglímu Bergþóru og lenti þar í 4. Sæti.  Hún  er öflug í glímu og  í stöðugri framför. Hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju  Jade Jóhanna

Fimleikar:

Guðný Ósk Atladóttir hefur stundað fimleika um árabil hjá Dímon. Hún er dugleg að mæta á æfingar og leggur sig fram um að gera vel. Hún hefur sýnt miklar framfarir og veitum við henni viðurkenningu fyrir það.

Saga Ársælsdóttir, Fanndís Lárusdóttir, Pálína Bjarnadóttir, Nicola Lis Ólöf Brynjólfsdóttir,      Þórunn Eyland og Hekla Margrét Margrétardóttir.   Þessar stúlkur kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti í stökkfimi. Þær sigruðu með yfirburðum og urðu íslandsmeistarar í stökkfimi í c deild yngri. Við veitum þeim viðurkenningu fyrir góðan árangur.

Borðtennis:

Viðurkenningar í borðtennis hljóta að þessu sinni þau Óli Guðmar Óskarsson og Guðrún Margrét Sveinsdóttir.  

Óli Guðmar hefur stundar æfingar mjög vel og hefur sýnt góðar framfarir á árinu.  Hann tók þátt í Héraðsmóti HSK, Íslandsmótaröð aldursflokka,  ásamt fleiri mótum á höfuðborgarsvæðinu. Til hamingju   Óli Guðmar

Guðrún Margrét  hefur stundað æfingar mjög vel og hefur sýnt góðar framfarir á árinu.  Hún tók þátt í Héraðsmóti HSK , Íslandsmótaröð aldursflokka, þar sem hun sigraði í sínum aldursflokki. 

Til hamingju Guðrún Margrét

Viðurkenningu fyrir  framfarir og ástundun í borðtennis fær Stepan Vassiljev

Stepan  stundar æfingar mjög vel og hefur sýnt góðar framfarir á  árinu.   Hann tók þátt í Héraðsmóti HSK,   Íslandsmótaröð aldursflokka. Til hamingju  Stepan.

 

Sund:

Sundviðurkenning Dímonar í unglingaflokki 2019: Lilja Sigríður Einarsdóttir

Lilja Sigríður er sundkona ársins 2019. Hún hefur æft sund frá því hún hóf grunnskólagöngu sína. Lilja Sigríður er með góða ástudun, sýnir framfarir, dugleg og áhugasöm.

Sund – fyrir ástundun og framfarir 2019: Oskar Bartosz Parciak og Eyþór Orri Eiðsson

Oskar og Eyþór Orri hafa sýnt miklar framfarir í sundi síðastliðið árið. Ástundun þeirra er mjög góð. Þeir fara ávallt eftir fyrirmælum, eru áhugasamir, jákvæðir og góðir sundmenn.

 

Frjálsíþróttir:

Frjálsíþróttadeild Dímonar veitir viðurkenninguna Frjálsíþróttamaður Dímonar 15-22 ára fyrir árið 2019. Birta Sigurborg Úlafsdóttir.   

Árið 2019 keppti Birta á Héraðs-, Meistara-, Bikarkeppnum inn og úti, Unglingalandsmóti UMFÍ og keppti einnig á Gautaborgarleikunum síðastliðið sumar auk annara bætingamóta með mjög góðum árangri. Hún hefur æft með meistaraflokki HSK Selfoss og í frjálsíþróttaakademíu FSU og verið að bæta sig í sínum greinum.

Frjálsíþróttadeild Dímonar veitir viðurkenningu fyrir framfarir og mætingu 11-14  ára fyrir árið Emilíu Rós Eyvindsdóttur.   

Emilía hefur verið dugleg að mæta á æfingar og keppt á héraðsmótum og meistaramótum inni og úti. Hún stendur sig vel á æfingum og hefur bætt sinn árangur í keppni. 

 

Taekwondo:

Viðurkenningu í Taekwondo hljóta að þessu sinni Bjarki Rafnsson og Þorsteinn Ragnar Guðnason.

Bjarki Rafnsson hefur ef ég fer rétt með æft taekwondo í á 6. ár og stundað æfingar vel, fyrst á Hellu og svo hér hjá okkur í Dímon. Hann er metaðarfullur og leggur sig mikið fram. Hann lætur það ekki á sig fá þó iðkendur í eldri hóp séu því miður oft ansi fáir og heldur ótrauður áfram að bæta sig.

Frá því í haust hefur hann séð um þjálfun yngri hópsins með ágætum. Hann er mikilvæg og góð fyrirmynd yngri iðkenda og við erum afar stolt af honum. Sérstaklega langar okkur að nefna að hann hefur gert okkur mikinn greiða með því að sækja yngri iðkendurna í skjól á föstudögum og fylgja þeim niður í Hvol á æfingar. Það eru örugglega ekki allir 15 ára strákar sem myndu gera þetta og hversu skemmtilegt held ég að það sé fyrir krakkana að fá svona flottan ungan mann til að sækja sig! Geri aðrir betur.

Bjarki – innilega til hamingju með góða ástundun og framfarir og þakkir fyrir störf í þágu félagsins.   

Þorsteinn Ragnar Guðnason hefur nú æft Taekwondo í 7 ár með mjög góðum árangri. Hann varð snemma mjög góður og einnig sem er mjög mikilvægt mjög áhugasamur og metnaðarfullur um allt sem tengist íþróttinni. Hann hefur nú sérhæft sig sérstaklega í poomsae eða formum.

Hann er nú á sínu þriðja ári í landsliðinu í poomsae /formum og æfir og keppir mikið. Á síðasta ári keppti hann á öllum mótum hér innanlands sem og NM. Hann fór einnig að eigin frumkvæði í einkakennslu til Ji  Pyo, mjög færs þjálfara í Svíþjóð til að undirbúa sig sem best fyrir svartbeltispróf þar sem hann tók 2. dan (gullrönd nr 2) síðastliðinn desember.

Haustið 2018 var hann valinn til að keppa á HM í Taipai og fór í þá ferð með föður sínum þar sem hann og hópurinn stóð sig mjög vel. Nú í janúar keppti hann á NM í Noregi og á RIG (Reykjavík International Games) og náði þar gullverðlaunum í öllum þeim þremur greinum sem hann keppti í. Framundan á árinu er svo HM í Danmörku í lok maí.

Þorsteinn er nú orðinn okkar aðalþjálfari í taekwondo á Hvolsvelli og skipuleggur ásamt Bjarka æfingarnar undir handleiðslu meistara þeirra Daníels Jens Péturssonar hjá Umf Selfoss. Þorsteinn Ragnar hefur þurft að hafa töluvert fyrir því að stunda íþrótt sína og hefur þurft að sýna heilmikla útsjónarsemi og þolinmæði. Honum er mikið í mun að aðrir fái að kynnast þessari frábæru íþrótt og heldur okkur í stjórn Dímonar því vel við efnið að bjóða upp á æfingar hér í Hvolsvelli.

Hér hlýtur Þorsteinn viðurkenningu sérstaklega fyrir góðan árangur á mótum en einnig eins og við höfum nefnt hérna viljum við þakka honum fyrir hvatningu og störf fyrir félagið. Til hamingju Þorsteinn Ragnar.

 

Verðlaunahafar komu nú allir í myndatöku og síðan bauð fundarstjóri til kaffis.

 

10.

Stjórn Dímonar eftir aðalfund:
Formaður:    Arnheiður Dögg Einarsdóttir     Guðnastöðum                                                                          S: xxxxxxx    8687708  

   Gjaldkeri:     Christiane Bahner                      Vestri-Garðsauki                         S: xxxxxxx    8673440
  Ritari:           Inga Birna Baldursdóttir            Seli                         S: 4878234    8624323
   Meðstjórn.:   Oddný Steina Valsdóttir            Butra                        S: xxxxxxx    8650716

   Meðstjórn.:   Ólafur Elí Magnússon                Króktún 9 Hv.                         S: 4878692    8486196
   Til vara:       Magnús Ragnarsson                   Gilsbakka 31 Hv.                         S: 4875503    8680546

   Til vara:       Anna Runólfsdóttir                    Fljótsdal                         S: 4878497    8645062
   Til vara:       Elísabet Lind Ingólfsdóttir        Hvolstúni 32b Hv.                        S: xxxxxxx    8669005

Samþykkt tillaga.

 

11. Skoðunarmenn og varaskoðunarmenn:

Skoðunarmenn:             Páll Eggertsson                               Kirkjulæk  Fljótshlíð
                                        Ólafía B. Ásbjörnsdóttir                 Gilsbakka 32  Hvolsvelli.

Vara skoðunarmenn:    Garðar Guðmundsson                    Hólmi  A-Landeyjum
                                        Sigurjón Sváfnisson                        Njálsgerði 12 Hvolsvelli.

Þau samþykkt.

12. Hsk þing, vísað því til stjórnar að manna þingið.

13. Voru kynntar tillögur í fundarboði á dimonsport.is, að félagsgjöld innheimtist frá 18 ára aldri en ekki 16 ára.

Tillaga samþykkt.

14. Arna bauð fundargestum að ræða önnur mál. Rafn Bergson, þakkaði stjórn gott starf og vildi gefa þeim gott klapp. Arna skýrði frá að þau hefðu fengið ath. semdir um of mikið í gangi, mætti ræða það frekar, spurði út í sal hvort þeim dytti eitthvað í hug. Þakkaði Ginu fyrir störf fyrir félagið. Þakkaði Ástvaldi og Lísu fyrir þeirra störf í gjaldkerastarfinu. Bauð Christiane Bahner og Oddný Steinu í stjórnina. Hlakkar til að starfa með þeim.

15. Fundi slitið kl: 15:20.

Góð mæting á fundi, um 60 mans.

 

 

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021
Deild: