Stjórnarfundur, nóvember 2023

Nóvember fundur íþróttafélagsins Dímonar Haldinn í Hvolnum fimmtudagskvöld 30.11.2023 kl 19:30 Mættir Ólafur Elí Magnússon, Christiane Bhaner, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir. Fréttir deilda Blakdeild: Fórum á hraðmót HSK á Flúðum með 2 lið 10.okt. A-lið varð í 1.sæti og B-lið í 3.sæti. Fyrsta umferð í Íslandsmóti var spiluð 10-12 nóv. 3.deild var spiluð á Álftanesi og A-liðið er í 5.sæti eftir það. 5.deild var spiluð á Neskaupstað og er B-liðið í 2.sæti eftir það. Næasta umferð verður spiluð í Reykjavík 12-14 jan. Við héldum fyrstu umferð í Héraðsmóti hér á Hvolsvelli 20.nóv. Við vorum með 3 kvennalið. A og B liðin spila í efri hluta næst og C liðið í neðri hluta. Í október og nóvember buðum við upp á nýliðanámskeið kvenna í blaki. Það skráðu sig 25 og við erum svo núna búnar að setja þær með okkur á æfingar en það héldu 18 konur áfram og spiluðu þær á Héraðsmótinu sem C-liðið. Þessi fjöldi er langt umfram sem við áttum von á og er þetta búin að vera heljarinnar áskorun. En við höfum verið þrjár að hjálpast að við að þjálfa þær. Inga, Guðný Rut og María Rósa. Borðtennis: Borðtennisdeild Dímon hefur verið með æfingar 2x í viku og hafa þær gengið afar vel. Á mánudögum kl. 16-17 stýrir Ólafur Elí æfingum en honum til aðstoðar eru þær Magnea Ósk og Hildur Vala. Um 20 – 30 iðkendur eru að mæta á æfingarnar að staðaldri. Á föstudögum kl. 17-18 stýrir Ruben Illera Lopez æfingum og hafa 10-12 verið að mæta, stundum fullorðnir með, sem er virkilega gaman. Við fáum útbreiðslustyrk frá Borðtennissambandi Íslands, sem verður greiddur út um áramót, til að standa straum af kostnaði vegna auka þjálfara og hefur þetta gagnast okkur afar vel. Laugardaginn 28. október héldum við Aldursflokkamót þar sem yfir 60 keppendur frá 8 – 18 ára kepptu. Keppendur komu frá Dímon, Garpi, Selfossi, Skeið- og Gnúp, BH, HK og KR. Mótstjóri var Ólafur Elí og tókst mótið vel í alla staði. Við stefnum að jólamóti í lok annar og þá ætla iðkendur úr Garpi að koma og keppa við okkur. Á plani fyrir næsta ár er Íslandsmót unglinga sem verður haldið í íþróttahúsinu á Hvolsvelli 16. – 17. mars 2024. Frjálsaríþróttir: Æfingar ganga vel. Silfurleikar ÍR voru haldnir núna 18. nóv þar voru 9 keppendur og gekk það vel. Mót verða eftir áramót Karfa: Þrjú mót verða eftir áramót hér á Hvolsvelli, Vík og Klaustri Sund: Æfingar ganga vel, engin mót framundan Badmington: Æfingar ganga vel en það þarf að endurnýja búnaðinn. Ringó: Fyrstu vikuna í nóvember fórum við á Krikjubæjarklaustur til að kenna þeim Ringó lukkaðist það mjög vel. Farið var á mót 18. nóv. í Kópavogi, hörku keppni tvöföld umferð og lið HSK stóð uppi sem sigurvegari. Kynning á Ringó á starfsmannakvöldi í Hvolsskóla sem gekk vel og stefnt er að því að endurtaka það. Stjórn Dímonar Íþróttastarfi samfellunar líkur 15. des. Umræður voru um að þörf væri á skýrari reglum á hvers ábyrgð börn í fyrsta til fjórða bekk eru í samfellustarfi til kl: 17. Ákveðið að skoða þetta og senda fyrirspurn um málið á umsjónarmann samfellunar. Fundi slitið 20:40
Dagsetning: 
Saturday, December 2, 2023