Stjórnarfundur 5. júní 2017

Fundur í aðalstjórn Dímonar 5. júní 2017

Mættar Kristín Jóhannsdóttir, Eyrún, Bóel Anna, María Rósa og Arnheiður sem skrifaði fundargerð. Gina og Ásta Laufey boðuðu forföll.

Farið yfir starf deilda og rætt um undirbúning samfellu og skráningarkerfi. Mikilvægt að fara að vinna í skráningarkerfinu ef það á að vera hægt að nýta það næsta vetur. Bóel og Eyrún hafa haft frumkvæði að því að huga að samfellu fyrir næsta vetur og verið aðeins í sambandi við Ólaf Örn og Ástu Laufey vegna þessa. Hugmynd er t.d. að hafa rúllandi íþróttir fyrir 1.-2. bekk þannig að þau fái að prófa sem flestar íþróttir. Þá gætu yngri börn, þ.e 1.-2. og jafnvel 3.-4. farið flest heim með þrjúbíl. Hægt væri að hafa svo líka æfingar seinnipart sér fyrir hverja íþrótt, fimleika, fótbolta og slíkt fyrir þá sem eru ákveðnari og ætla t.d. að mæta á mót og slíkt. Einnig væri gott ef skipulagið væri þannig að t.d. fimleikar væru allir á sömu tveimur dögunum svo hægt væri að stilla upp græjum og nýta vel. Rætt um að salurinn myndi nýtast betur ef hægt væri að skipta í þrennt. Þá er hægt að hafa fleiri greinar fyrir yngri fyrr á daginn. Rætt um að til sé net sem mætti setja upp eins og gardínu til að koma alla veganna í veg fyrir að boltar færu á milli en huga mætti að því í framtíðinni að fá þriðja tjaldið eins og hefur stundum verið rætt. Spurning hvað slíkt kostar.

Fimleikadeild:

Bóel segir frá því að deildin keypti lendingardýnu og er hún komin. Deildin sá um mat á fundi UMFÍ sem haldinn var hér í Hvolnum þann 20. maí og á von á um 200 þús fyrir þetta sem er heldur betur gott inn í fjáröflun deildarinnar. Þjálfaramál fyrir næsta vetur eru að mestu frágengin. Farið var í fimleikaferð í Egilshöll. Allir iðkendur fóru. Tinna og Eyrún fóru sem fararstjórar auk nokkurra foreldra. Aníta forfallaðist.

Blakdeild:

María Rósa var að skrá tvö lið í kvennadeild. Það kostar 75 þús fyrir hvort lið. Deildin er í fjáröflun, tók til dæmis húsþrif um daginn sem gáfu um 50 þús. Búið er að ráða þjálfara, Inga verður áfram. Um 16-18 konur eru að æfa reglulega og mæta vel. Hugmyndir eru um að stofna karlalið og fá þá jafnvel karlþjálfara. Hægt væri að nota sama tíma í salnum með því að skipta þrennt. Öldungamót var í lok apríl. A lið varð í 3. sæti í 4. deild. B lið spilaði í 7. deild og féll. Deildin hélt líka HSK mót unglinga 22. maí, þrjú strákalið og tvö stelpulið frá Dímon og gekk það vel.

Borðtennisdeild:

María Rósa bar okkur skilaboð frá deildinni. 28 maí var haldið Hérðasmót í borðtennis hér á Hvolsvelli. Dímon varð í fyrsta sæti, Hekla í öðru og Selfoss í þriðja.

Fjálsar:

Eyrún segir frá því að sumaræfingar séu í gangi,  miðvikudaga á Hellu og föstudaga á Hvolsvelli og krakkarnir mega líka mæta á mánudögum á Selfoss þar sem Rúnar er að þjálfa. Framundan er aldursflokkamót HSK mót 11. júní fyrir 11-14 ára. Og Héraðsleikar 10. og yngri eru á Þorlákshöfn sama dag. Meistaramót 11 -14 ára í frjálsum verður 25. og 26. júní í Kópavogi. Eyrún reiknar með að fara með keppendur þangað. Spurning hvort einhverjir fari af fullorðnum 27.-28. júní, t.d. úr hlaupahóp. María Rósa ætlar að athuga það.

Rétt að geta þess að fundur í byrjun maí féll niður vegna mikilla forfalla og því ekki fundargerð frá þeim fundi. Einnig gert ráð fyrir fundarhléi í júlí.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:58

 

Dagsetning: 
Wednesday, March 7, 2018