Stjórnarfundur 29.apríl 2020 kl 20:30

Stjórnarfundur 29.apríl 2020 kl 20:30

Mætt eru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Christiane Bahner, Bóel Anna Þórisdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir og Inga Birna Baldursdóttir.

Farið yfir íþróttastarfið eftir samkomubann vegna covid 19

Borðtennis

Æfingar eru á mánudögum fyrir 1.bekk, 3-4 bekkur eru á þriðjudögum og 2.bekkur er á miðvikudögum

Glíma

Ekki er verið að glíma í tímunum vegna nálægðar heldur eru teknir leikir í staðinn.

Blak

Áætlað að æfingar verði en það fer eftir því hvernig mætingin verður.

Körfubolti

Jói ætlar að vera með æfingar á föstudögum

Taekwondo

Æfingar halda áfram

Frjálsar

Æfingar halda áfram og eru yngri nemendur á mánudögum

Við þurfum að auglýsa allar breytingar mjög vel á síðu félagssins svo allt verði skýrt fyrir alla og öll skilaboð komi til skila til foreldra.

Leikjanámskeiðið byrjar 25.maí og verður boðið uppá 4 vikur.  Búið er að ráða Sigurjón  og er á áætlun að setja inn auglýsingu til að fá annann umsjónarmann á móti.  Einnig ætlum við að fá 3 krakka úr vinnuskólanum til að aðstoða okkur og passa það að hafa ekki alltaf þau sömu heldur skiptast á.  Passa að hafa strák og stelpu til að dekka búningsklefana ef farið verður í sund.

Fundi slitið 22:45

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021
Deild: